Kristinn Benediktsson tók um áramótin við stöðu framkvæmdastjóra Ískraft af Jóni Sverri Sverrissyni, en Kristinn hefur starfað hjá Ískraft síðastliðin 6 ár og sinnt iðnstýri- og háspennusviði.

Kristinn er rafmangnstæknifræðingur að mennt, frá Ingeniørhøjskolen í Kaupmannahöfn og hefur m.a. starfað við verkefnastjórnun, virkjanaframkvæmdir og sem tæknistjóri. Eiginkona Kristins er Íris Pétursdóttir, ljósmyndari og eiga þau saman fjögur börn.

Um Ískraft

Ískraft er hluti af samstæðu Húsamiðjunnar og hefur frá árinu 1974 verið í hópi leiðandi fyrirtækja í sölu raflagna- og lýsingabúnaðar til rafverktaka, rafvirkja og iðnfyrirtækja að því er segir í fréttatilkynningu.

Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Kópavogi auk útibúa á Selfossi, Akureyri, Reykjanesbæ og á Egilsstöðum. Kristinn mun stýra framtíðarþróun fyrirtækisins sem starfar á stækkandi markaði með áherslu á aukna þjónustu svo sem vefverslun fyrir fagaðila.