*

mánudagur, 18. janúar 2021
Fólk 2. desember 2020 09:30

Kristinn nýr stjórnandi hjá Kerecis

Kerecis hefur ráðið Kristinn Þorleifsson en hann starfaði áður fyrir Java og Sun Microsystems í Kaliforníu, Kaupþing Edge og mbl.is.

Ritstjórn
Kristinn Þorleifsson stýrir vörustjórnun, -merkjum og markaðsmálum Kerecis.
Aðsend mynd

Kristinn Þorleifsson hefur verið ráðinn sem yfirmaður vörustjórnunar, markaðsmála og vörumerkja hjá Kerecis.

Reynsla Kristins er víðtæk og starfaði hann m.a. um árabil í Kaliforníu sem vörustjóri fyrir Java og skýjaþjónustu Sun Microsystems.

Hann var jafnframt um tíma hjá Kaupþingi sem vörustjóri Edge bankaþjónustunnar og sinnti einnig stöðu framkvæmdastjóra mbl.is og ritstjórn frétta á ensku.

Kristinn starfaði hjá og er meðstofnandi gagnagnóttarfyrirtækisins QuantCell Research sem m.a. þjónustar líftæknifyrirtæki.
Hann er með prófgráður frá Rice University (MBA) og University of Georgia.