*

laugardagur, 18. september 2021
Fólk 9. nóvember 2020 10:22

Kristinn nýr sviðsstjóri hjá Háskólanum

Háskóli Íslands hefur ráðið Kristinn Jóhannesson sem sviðstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

Ritstjórn
Kristinn Jóhannesson er nýr sviðsstjóri hjá Háskóla Íslands.
Aðsend mynd

Kristinn Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands þar sem hann mun leiða vinnu við skipulag lóða Háskóla Íslands ásamt byggingum og rekstri á þeim.

Kristinn hefur áralanga reynslu af rekstri, stjórnun og upplýsingatækni. Síðasta árið starfaði hann hjá félaginu GlobalOpportunity, en þar áður rak hann eigið fyrirtæki, Miðbæjarradíó ehf., frá árinu 2014. Þar áður starfaði hann í fjögur ár hjá fasteignafélaginu Reginn hf., við eignaumsjón.

Þar áður starfaði hann við rekstrarumsjón hjá Smáralind frá 2001 til 2011, sem framleiðslustjóri í hjá Thermo Plus í eitt ár þar á undan og síðan rak hann Upplýsing ehf. í þrjú ár þar áður. Á árunum 1998 til 1996 starfaði hann sem verkfræðingur hjá Símanum.

Hann hefur jafnframt kennt við Háskólann í Reykjavík og var um árabil formaður skólanefndar leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ. Kristinn lauk BS-prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku og hefur verið ötull í að sækja sér þekkingu á sviði markaðs- og sölumála, samningatækni og orkumála á undanförnum árum.