Kristinn Andersen verkfræðingur og bæjarfulltrúi gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði 1. febrúar.

Kristinn lauk verkfræðiprófi frá Háskóla Íslands og meistara- og doktorsprófi frá Vanderbilt háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hann stofnaði og starfrækti verkfræðifyrirtæki ásamt öðrum með námi. Hann starfar hjá Marel, þar sem hann hefur tekið þátt í uppbyggingu og tækniþróun fyrirtækisins sl. 20 ár.

Kristinn er formaður Verkfræðingafélags Íslands og hefur starfað að menntun, frumkvöðlastarfi og uppbyggingu atvinnulífs, einkum á sviði tæknigreina, samkvæmt fréttatilkynningu.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir forystusætinu.