Kristján Arason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings, hefur látið af störfum hjá bankanum. Hann er fimmti yfirmaðurinn sem lætur af störfum hjá bankanum í vikunni.

Í byrjun vikunnar var tilkynnt um starfslok Bjarka H. Diego, yfirmanns fyrirtækjasviðs, Þórarins Sveinssonar, yfirmanns eignastýringar, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, yfirmanns á rekstrar- og fjármálasviði .

Um svipað leyt var tilkynnt um starfslok Jónasar Sigurgeirssonar forstöðumanns samskiptasviðs bankans.

Auk þessara yfirmanna hefur verið tilkynnt að Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi sé einnig hættur.

Kristján Arason er eiginmaður Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins.