Kristján Daníelsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Hótel Sögu, tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Reykjavík Excursions - Kynnisferða.

Kristján hefur starfað sem framkvæmdastjóri og hótelstjóri Radisson Blu Hótel Sögu og Park Inn Ísland sl. fjögur ár en þar á undan var hann sölu- og markaðsstjóri hótelanna í fimm ár. Þá var Kristján nýlega kjörinn formaður Badmintonsambands Íslands.

Reykjavík Excursions – Kynnisferðir var stofnað árið 1968 og er í dag eitt stærsta farþegaflutningafyrirtæki og ferðaskipuleggjandi hér á landi. Kynnisferðir hafa um margra ára skeið rekið flugrútuna svokölluðu. Yfir 60 langferðabílar af öllum stærðum mynda bilaflota Kynnisferða

Félagið var áður í eigu Flugleiða og síðar FL Group. N1 eignaðist Kynnisferðir til skamms tíma en félagið er nú í eigu Guðmundar Ásgeirssonar, sem kenndur er við Nesskip.