*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 17. apríl 2015 07:38

Kristján fer ekki að dæmi Rannveigar

Stjórnarformaður HB Granda segist virða ákvörðun Rannveigar Rist um að þiggja ekki launahækkun sem stjórnarmaður.

Ritstjórn
Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda.
Aðrir ljósmyndarar

„Ég virði ákvörðun Rannveigar, hún ræður þessu alveg sjálf,“ segir Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, í samtali við Morgunblaðið um ákvörðun Rannveigar Rist að þiggja ekki launahækkun fyrir stjórnarmenn fyrirtækisins.

Rannveig sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir hækkunina væri þóknun stjórnarmanna hjá HB Granda lág, en hún ætlaði engu að síður ekki að þiggja hækkunina. Hún væri úr takti við stöðu kjaramála á Íslandi.

Kristján segir ákvörðun Rannveigar engin áhrif hafa á samvinnu þeirra. Hann ætli hins vegar ekki að fara að dæmi hennar.