„Ég virði ákvörðun Rannveigar, hún ræður þessu alveg sjálf,“ segir Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, í samtali við Morgunblaðið um ákvörðun Rannveigar Rist að þiggja ekki launahækkun fyrir stjórnarmenn fyrirtækisins.

Rannveig sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir hækkunina væri þóknun stjórnarmanna hjá HB Granda lág, en hún ætlaði engu að síður ekki að þiggja hækkunina. Hún væri úr takti við stöðu kjaramála á Íslandi.

Kristján segir ákvörðun Rannveigar engin áhrif hafa á samvinnu þeirra. Hann ætli hins vegar ekki að fara að dæmi hennar.