Fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Kristján Bragason, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norrænna samtaka starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og ferðaþjónustu. Þetta kemur fram á vef Starfsgreinasambandsins.

Sjö landssambönd á Norðurlöndunum eiga aðild að samtökunum og eru félagsmenn um 115.000 talsins. NU-HRCT er eitt af þeim norrænu félögum sem SGS á aðild að með virkri þátttöku. Samtökin eru öflug í stefnumótun fyrir samnorrænan markað gáfu nýverið gefið út atvinnustefnu í ferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni og samkeppnisstöðu Norðurlandanna.

Kristján Bragason starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Starfsgreinasambandinu  á árunum 2011-2012 og áður á tímabilinu 2000-2004. Frá 1996 starfaði hann sem sérfræðingur, fyrst hjá Verkamannasambandinu og seinna hjá Starfsgreinasambandinu, þegar það var stofnað.