Kristján Guðni Bjarnason, verkfræðingur, hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra íslensku ferðaleitarvélarinnar Dohop.com. Tók hann við starfinu af Frosta Sigurjónsyni  þann 1. ágúst síðastliðinn, en Frosti hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá stofnun þess 2004 og er nú stjórnarformaður félagsins.

Kristján Guðni hefur verið einn af lykilstjórnendum Dohop frá upphafi og undanfarinár haft yfirumsjón með rekstrarsviði fyrirtækisins. Áður en Kristján hóf störf hjá Dohopvar hann yfirmaður tölvumála Veðurstofu Íslands og þá var hann einn af stofnendumhugbúnaðarfyrirtækisins Gangverks en vann þar áður hjá OZ. Kristján er með meistaragráðu í vélaverkfræði.

Frosti segir í tilkynningu vegna þessa að Kristján hafi verið afar farsæll í störfum sínum fyrir Dohop og vart hægt að finna hæfari mann til að taka við nú þegar hann dragi sig í hlé frá daglegum rekstri félagsins. Kristján segir að ætlunin sé að viðhalda þeim vexti sem náðst hafi og leggja grunninn að stöðugum og öflugum rekstri félagsins.

Dohop var stofnað á Íslandi árið 2004 og hefur frá upphafi með fremstu ferðaleitarvélaí heiminum. Hjá fyrirtæki starfa 11 manns, allir í Reykjavík og hefur félagið vaxið hratt undanfarin tvö ár. Á vefnum dohop.com má finna flugleitarvél, hótelleit og leit að bílaleigubílum.