Kristján Þór Júlíusson var fyrr í dag endurkjörinn annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Kristján hlaut 58,6% gildra atkvæða en mótframbjóðandi hans, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í HVeragerði, fékk 41,2% gildra atkvæða.

Þá samþykkti landsfundur sáttatillögu Bjarna Benediktssonar varðandi stefnu flokksins um verðtryggingu. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í morgun var hart tekist á um málið á landsfundi. Tillaga Bjarna hljómar svo:

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur.“