Kristján Freyr Kristjánssonhóf nýlega störf hjá Meniga en þar situr hann í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og er ábyrgur fyrir öllum viðskiptum félagsins á Íslandi. Kristján verður 29 ára gamall í ár en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann töluverða reynslu úr atvinnulífinu. Hann starfaði hjá Klak Innovit í tæp fimm ár, þar af þrjú sem framkvæmdastjóri Kristján Freyr lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og svo meistaraprófi úr markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum tveimur árum seinna.

Þegar Kristján Freyr er spurður út í áhugamál sín segir hann þau vera fjölmörg. Fyrst nefnir hann tónlist. „Ég spila á gítar, en myndi nú ekki segja að ég væri nógu góður til að kalla mig gítarleikara,“ segir hann og bætir við að hann segist líka hafa gaman af bíómyndum og að elda.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .