Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að heildarúttekt verði gerð á fjárhagsstöðu öldrunarheimila á landinu. Hann vonast eftir því að fá niðurstöðurnar í vor.

Fjárhagsstaða öldrunarheimila var rædd í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Karl Garðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti máls á stöðunni og spurði Kristján út í málefni Sólvangs í Hafnarfirði. Kristján sagði lausnin á fjárhagsvanda Sólvangs í grunninn ekki önnur en gildi um önnur öldrunaheimili.

Kristján sagði umræðuna um Sólvang síðustu vikurnar hafa komið sér á óvart. Hann hafi fundað með stjórnendum hjúkrunarheimilisins og verið gert samkomulag á milli velferðarráðuneytis og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um lausn á málinu. Því hafi sú mynd sem dregin hafi verð upp að stjórnendum Sólvangs komið honum á óvart.