Kristján Kristinsson hefur verið ráðinn öryggisstjóri Landsvirkjunar. Hann mun sem slíkur bera ábyrgð á þróun, rekstri og viðhaldi öryggisstjórnkerfis Landsvirkjunar. Hann mun starfa þvert á fyrirtækið og áhættugreina með það að markmiði að uppfylla öryggisþarfir mismunandi sviða.

Kristján hefur starfað hjá Landsvirkjun að öryggis- umhverfis- og gæðamálum frá árinu 2003, síðast sem öryggisstjóri nýframkvæmda. Kristján er efnaverkfræðingur, M.Sc., frá Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð.