Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Klak Innovit, hefur að eigin ósk sagt starfi sínu lausu. Kristján hefur starfað hjá félaginu í fimm ár, þar af um þrjú sem framkvæmdastjóri. Kristján verður fyrirtækinu áfram innan handar sem ráðgjafi og hluthafi. Starfið verður auglýst á næstunni.

Í tilkynningu er haft eftir Þorsteini G. Gunnarssyni, stjórnarformanni Klak Innovits, að síðuðustu ár hafi verið viðburðarík í starfsemi félagsins og stýri það nú 13 verkefnum sem styðja við frumkvöðla og sprotafyrirtæki hér á landi og erlendis. Þar á meðal eru StartupReykjavik, Gulleggið, Atvinnu- og nýsköpunarhelgar og Seed Forum. Síðustu misseri hafi verið uppgangur hjá Klak Innovit og orðið viðsnúningur á rekstri félagsins sem standi nú traustum fótum.

„Kristján er útsjónasamur í sköpun nýrra leiða og verkefna, sprotasamfélagið á Íslandi á honum mikið að þakka fyrir þá hugsjón og eljusemi sem hann hefur lagt í verkefnið. Enda er svo komið að undir hans stjórn hefur starfsemi félagsins margfaldast,“ segir Þorsteinn.