„Mér finnst það ekki nýtt að við erum að nota gömul gögn,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, í umræðum á Alþingi í dag þar sem rætt var um störf þingsins. Kristján var þar að svara Einari K. Guðfinnssyni, sem gagnrýndi harkalega kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar.

Málið var rætt á fundi atvinnuveganefndar í gær en þar var rædd skýrsla dósentanna Daða Más Kristóferssonar við Háskóla Íslands, og Stefáni B. Gunnlaugssyni frá Háskólanum á Akureyri um afleiðingu frumvarpanna fyrir efnahag fyrirtækja í sjávarútvegi og byggðir landsins.

Skýrsluhöfundar sögðu aðferðina við skattlagningu í sjávarútvegi meingallaða, gögnin sem miðað var við síðan árið 2009 og geti þau leitt til gjaldþrots stórs hluta sjávarútvegsfyrirtækja. Einar sagði frumvörpin fúsk og hvatti ríkisstjórnina til að draga þau til baka.

Einar líkti frumvörpunum við tilraunastarfsemi með sjávarútveginn og viti enginn hvernig það muni enda. sem enginn

Kristján sagði þvert á móti að þótt sum gagnanna væru frá árunum 2009 til 2010 þá væru önnur nýrri. Hann benti á að tekjur af veiðum og vinnslu hafi numið 250 milljörðum króna í fyrra og framlegðin verið 75 milljarðar króna.

„Við getum notað gögnin og þetta er sú tala sem við getum unnið með,“ sagði hann og benti á að ná þurfi sátt um það hvað sé hóflegt veiðileyfagjald.