Kristján Loftsson segir hvalveiðar ekki vera neitt öðruvísi en slátrun búfjár og lítur á sig sem verndunarsinna þegar kemur að nýtingu hvala. Þetta kemur fram í myndbandi Bloomberg um hvalveiðar á Íslandi.

Í myndbandinu er sýnt hvernig hvalurinn er verkaður og kjötið unnið af honum. Kristján segir alla hluta hvalsins vera notaða þar sem engu megi henda. Hann segir verðmæti einnar vertíðar vera um 2,5 milljarða króna.

Spurður um það hvort hann standi í hvalveiðunum af viðskiptalegum ástæðum eða vegna þjóðernisstolts er Kristján skýr í svörum: „Þetta er rekið í hagnaðarskyni og ef við fáum ekki peninga út úr þessu þá munum við hætta.“ Kristján segir veiðarnar vera sjálfbærar og að ef svo verði áfram geti hvalveiðarnar þess vegna verið haldið áfram til eilífðar.

Í myndbandinu er jafnframt talað við Sigurstein Másson frá Alþjóðadýraverndunarsjóðnum og Stefán Úlfarsson hjá Þremur frökkum.

Myndband Bloomberg .