Kristján Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir hörkuvertíð framundan. Nefndin þarf að fjalla bæði um kvótafrumvörpin og rammaáætlun á þeim sex vikum sem eftir eru af dagskrá þingsins. Kom þetta fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Fjölmörg stór verkefni liggja nú fyrir Alþingi enda var frumvörpum um mörg stór mál var ekki dreift fyrr en frestur til þess var að renna út, um síðustu mánaðamót. Atvinnuveganefnd þingsins mun fjalla um tvö af stærstu málunum sem ríkisstjórnin vill ljúka fyrir þinglok, kvótafrumvörpin og rammaáætlun. Kristján Möller, formaður nefndarinnar, er ósáttur við vinnubrögðin.

„Þetta er ekki gott vinnulag og okkur til vansa en svona hefur þetta alltaf verið,“ segir Kristján. Hann segist ekki skilja hvers vegna frumvörpin koma ávallt á síðustu stundu. „Það gerir auðvitað það að verkum að það verða mistök en núna mun það gerast þannig, af því að sjálfstæði þingsins hefur aukist, að mörg af þeim málum sem koma á síðustu stundu daga uppi eða eru ekki kláruð.“