*

föstudagur, 5. júní 2020
Fólk 12. september 2017 12:03

Kristján nýr framkvæmdastjóri hjá Alvotech

Kristján Jakobsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri á fjármálasviði líftæknifyrirtækisins Alvotech.

Ritstjórn

Kristján Jakobsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri á fjármálasviði líftæknifyrirtækisins Alvotech. Kristján mun leiða uppbyggingu á fjármálasviði Alvotech samstæðunnar og vinna náið með forstjóra og öðrum lykilstjórnendum fyrirtækisins að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Kristján hefur síðastliðin 13 ár starfað hjá Actavis, m.a. sem framkvæmdastjóri fjármála þróunarsviðs í Sviss, og hefur því víðtæka reynslu af rekstri og stjórnun alþjóðlegra lyfjafyrirtækja. Kristján er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði Háskóla Íslands frá árinu 2002. Kevin Bain er þó enn fjármálastjóri Alvotech hann hefur umfangsmikla reynslu af fjármálastjórnun alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og hefur starfað hjá Alvogen síðan árið 2009 og var áður hjá Actavis um langt skeið. 

Hjá Alvotech starfa 215 vísindamenn á Íslandi, í Þýskalandi og í Sviss sem vinna að þróun líftæknilyfja. Skóflustunga var tekin að nýju hátæknisetri systurfyrirtækjanna Alvotech og Alvogen í október 2013 og fyrirtækið vinnur nú að þróun sjö líftæknilyfja.