Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur ráðið Kristján Oddsson yfirlækni og sviðsstjóra leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins til að gegna starfi forstjóra. Þetta fyrirkomulag mun standa þar til ný stjórn tekur ákvörðun um næsta forstjóra að loknum aðalfundi félagsins næsta vor.

Ragnheiður Haraldsdóttir sem hefur verið forstjóri Krabbameinsfélagsins síðustu sex ár mun framvegis helga sig verkefnum fyrir samtök norrænu krabbameinsfélaganna, Nordic Cancer Union,  en hún er formaður samtakanna.

Kristján Oddsson tók við sem yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í apríl 2013, en áður starfaði hann sem heimilislæknir víða um land og rak stofu sem kvensjúkdómalæknir. Hann vann einnig hjá Landlæknisembættinu í rúm fjögur ár, meðal annars sem aðstoðarlandlæknir.