*

laugardagur, 11. júlí 2020
Fólk 25. maí 2018 14:00

Kristján og Harpa ráðin til SA

Samtök atvinnulífsins hafa fengið Kristján Jón Jónatansson og Hörpu Björt Barkardóttur til liðs við rekstrarsvið samtakanna.

Ritstjórn
Kristján Jón Jónatansson og Harpa Björt Barkardóttir eru ný á rekstrarsviði Samtaka atvinnulífsins.
Aðsend mynd

Rekstrarsvið Samtaka atvinnulífsins hafa fengið tvo nýja starfsmenn, annars vegar nýjan fjármálastjóra og hins vegar nýjan innheimtufulltrúa.

Kristján Jón Jónatansson hefur verið ráðinn fjármálastjóri rekstrarsviðs Samtaka atvinnulífsins. Kristján er með MS gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Síðastliðin tvö ár starfaði Kristján sem aðalbókari hjá Byko og þar áður í um 6 ár hjá Deloitte við endurskoðun og reikningshald.

Þá hefur Harpa Björt Barkardóttir verið ráðinn innheimtufulltrúi á rekstrarsviði samtakanna. Harpa er viðurkenndur bókari og starfaði lengst af hjá sérvörusviði Haga við ýmis birgðar- og bókhaldsstörf auk Pennans Eymundsson.