Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fékk nokkuð afgerandi kosningu í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi um helgina.

Kristján Þór fékk alls 1.477 atkvæði í fyrsta sæti listans eða rúm 72% greiddra atkvæða en 2.041 tóku þátt í prófkjörinu.

Þá hlaut Tryggvi Þór Herbertsson kosningu í annað sæti listans og kemur því nýr inn á lista. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður flokksins hlaut kosningu í þriðja sæti og fellur því niður um eitt sæti frá síðustu kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þrjá þingmenn í þessu kjördæmi en Ólöf Nordal, sem nú situr á þingi fyrir Norðausturkjördæmi býður sig nú fram í Reykjavík.

Röð sex efstu frambjóðendanna er sem hér segir:

  1. Kristján Þór Júlíusson
  2. Tryggvi Þór Herbertsson
  3. Arnbjörg Sveinsdóttir
  4. Björn Ingimarsson
  5. Soffía Lárusdóttir
  6. Anna Guðný Guðmundsdóttir

Sjá nánari tölur úr prófkjörinu.