Kristján Hjaltason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic France frá 1. nóvember n.k. Kristján hefur starfað hjá SH frá árinu1986, fyrst sem sölustjóri Icelandic Germany og síðar framkvæmdastjóri. Árið 1997 flutti Kristján til Íslands og tók við starfi framkvæmdastjóra markaðsmála og þjónustu hjá SH hf. Við skipulagsbreytingar árið 1999 tók hann við starfi framkvæmdastjóra SH- þjónustu sem í dag heitir Icelandic Services.

Magnús Scheving Thorsteinsson tekur við stöðu alþjóðlegs markaðsstjóra hjá Icelandic Group í Reykjavík 1. nóvember n.k. Magnús er nú framkvæmdastjóri Icelandic France, en hann hóf störf hjá félaginu árið 1994. Með stöðunni, sem er ný af nálinni, er lögð aukin áhersla á samhæfingu markaðsmála milli einstakra dótturfélaga og að nýta betur það markaðsstarf sem unnið er hjá hverju fyrirtæki fyrir sig eins og segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.