Hvalur hf. og tengd félög seldu í morgun allan hlut sinn í Origo í morgun fyrir rúmlega 2,9 milljarða króna. Alls seldu félögin um 60 milljónir hluti, sem jafngildir um 13,8% hlut í Origo. Viðskiptin fóru fram á genginu 48 krónur á hlut en gengi Origo endaði gærdaginn í 51,9 krónum á hlut. Fossar sáu um sölu hlutanna í lokuðu söluferli.

Hvalur, sem Kristján Loftsson og systir hans Birna Loftsdóttir eru stærstu hluthafar í, var fyrir viðskiptin þriðji stærsti hluthafi Origo. Ásamt Hvali seldi félagið Eldkór ehf., sem er í eigu Kristjáns og Birnu, allan 2,15% hlut sinn í Origo.

Hlutabréfaverð Origo hefur hækkað verulega á síðustu misserum og hefur nú hækkað um 77% frá því í september síðastliðnum og um 155% frá því í mars á síðasta ári.