© Aðsend mynd (AÐSEND)

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sverrisson forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands að undangengnu mati hæfnisnefndar. Fjórtán sóttu um stöðuna.

Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að niðurstaða hæfnisnefndar var að þrír úr hópi umsækjendanna væru hæfastir til að gegna stöðu forstjóra og var Kristján einn þeirra.

Kristján er með BA próf í íslensku frá Háskóla Íslands, stundaði þar einnig nám í rússnesku og kennslu og uppeldisfræðum á árunum 1980-1983 og í viðskiptafræði við sama skóla 1977-1979. Kristján hefur starfað í lyfjaiðnaðinum, bæði hérlendis og erlendis, meðal annars sem framkvæmdastjóri Glaxo Wellcome ehf. á Íslandi 1997-1999, markaðsstjóri hjá GlaxoSmithKline í Svíþjóð 2002-2003 og forstjóri hjá Balcanpharma-samstæðunni í Búlgaríu á árunum 2003-2004. Á árunum 2003 – 2005 starfaði Kristján hjá Actavis að sölu og markaðsmálum, m.a. að þróun og innleiðingu alþjóðlegrqar markaðsstefnu fyrirtækisins.

Kristján stofnaði eigið fyrirtæki í janúar 2006; Aspirata OOD í Búlgaríu. Frá árinu 2006 hefur hann verið framkvæmdastjóri B.G. Global Services Ltd. sem sinnir alhliða Internetþjónustu við lyfjabúðir.

Hér má sjá lista yfir umsækjendur.