Sjálfkjörið er í stjórn HB Granda fyrir aðalfund félagsins 29. mars næstkomandi. Einn nýr stjórnarmaður kemur inn í stjórnina á fundinum í stað Danielle Pamela Neben, sem hefur verið í stjórninni frá 27. júlí 2018.

Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva
Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Það er Kristján Þ. Davíðsson , fyrrum framkvæmdastjóri skilanefndar Glitnis, en í dag er hann eigandi og stjórnandi félagsins Viðskiptaþróun ehf. Áður starfaði hann hjá landssambandi fiskeldisstöðva, og sem framkvæmdastjóri sjávarútvegsteymis Glitnis, og Íslandsbanka.

Kristján er sjávarútvegsfræðingur frá Sjávarútvegsháskóla Noregs og Háskólanum í Tromsö. Hann hefur jafnframt skipstjórnarfrá 1. stigs frá Stýrimannaskóla Íslands og próf fjármálaeftirlitsins fyrir stjórnarmenn fjármálafyrirtækja.

Aðrir sem bjóða sig fram í stjórnina eru þau:

Magnús M.S. Gústafsson stjórnarformaður er fyrrum forstjóri Atlantika, Icelandic Inc - Coldwater Seafood og Hampiðjunnar hf., ásamt því að hafa verið aðalræðismaður Íslands í New York. Magnús er rekstrartæknifræðingur frá Odense Teknikum.

Anna G. Sverrisdóttir , er sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Agmos ehf, en hún hafði starfað áður við fjármál og framkvæmdastjórn hjá m.a. Bláa lóninu, Laugarvatn Fontana, Viðskiptablaðinu, Vöku-Helgafell, Íslenska útvarpsfélaginu, Arnarflugi og fleiri. Anna stundaði diplómanám við Ökonomisk Faghögskole í Þrándheimi.

Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrum forstjór HB Granda, er nú ráðgjafi hjá IceCure ehf., en áður var hann einnig forstjóri hjá eTactica ehf., N1 hf. og forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Philips Electronics og verkfræðingur hjá Íslenska járnblendifélaginu. Eggert er rafmagnsverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Karlsruhe og með BBA frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona.

Kristrún Heimisdóttir er rannsóknarfélagi við lagaháskóla Columbía háskóla í Bandaríkjunum, en áður var hún m.a. framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Kristrún er lögfræðingur frá HÍ og með laga- og heimspekinám frá KU Leuven í Belgíu og UCC Cork á Írlandi, auk doktorsnáms í Bandaríkjunum.