© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag Kristján Arason í máli slitastjórnar Kaupþings gegn honum. Kristján var framkvæmdastjóri einkabankaþjónustu Kaupþings og fékk hann lánað haustið 2005 rúmar 950 milljónir króna í ýmsum myntum til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Slitastjórnin krafðist þess að Kristján endurgreiddi 534 milljóna króna sem hann var talinn persónulega ábyrgur fyrir.

Kristján færði lánin og hlutabréfin inn í einkahlutafélagið 7 hægri ehf í byrjun árs 2008. Þegar skilanefnd tók yfir stjórn bankans í október sama ár urðu hlutabréfin sem tryggja áttu lánin verðlaus. Félagið fór síðan í þrot í desember árið 2010.

Dómur héraðsdóms