Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, var kampakátur þegar Edda Hermannsdóttir, blaðamaður Viðskiptablaðsins, hitti hann á Bessastöðum síðdegis í dag. Kristján var þar staddur á sínum fyrsta ríkisráðsfundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta. Þau Kristján og Edda eru bæði að norðan og vildi þessi nýi ráðherra norðlenska takta í viðtalinu.