*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 23. maí 2013 20:15

Kristján Þór: Hafðu það norðlenskt!

Nýr heilbrigðisráðherra gerir greinarmun á því hvort viðtöl eru með sunnlenskum eða norðlenskum hætti.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, var kampakátur þegar Edda Hermannsdóttir, blaðamaður Viðskiptablaðsins, hitti hann á Bessastöðum síðdegis í dag. Kristján var þar staddur á sínum fyrsta ríkisráðsfundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta. Þau Kristján og Edda eru bæði að norðan og vildi þessi nýi ráðherra norðlenska takta í viðtalinu.