Kristján Sigurðsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í fjármálum hjá HS Orku. Helstu verkefni Kristjáns eru umsjón með Íslenska djúpborunarverkefninu (IDDP). Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Verkefnið er samstarfsverkefni um djúpborun sem er leitt af HS Orku og er meðal annarra unnið í samstarfi við norska olíufélagið Statoil. Íslenska djúpborunarverkefnið var stofnað árið 2000 og voru stofnendur þess HS Orka, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkustofnun.

Kristján starfaði áður sem sérfræðingur á lánasviði Hildu ehf., þar sem að hann vann við verðmat á eignasafni félagsins. Kristján er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann er í sambúð með Söndru Dögg Pálsdóttur, verkefnastjóra RB, og þau eiga fjögur börn.