Kristleifur Kristjánsson hefur verið ráðinn þróunarstjóri Össurar í stað Kim de Roy sem stýrt hefur Rannsóknar- og þróunarsviði fyrirtækisins síðustu tvö árin. Þar með sest hann í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Kristleifur, sem er læknir, hefur starfað fyrir Össur frá árinu 2012, fyrstu 5 árin sem læknir, en síðustu ár hefur hann auk þess verið aðstoðarframkvæmdastjóri lækninga.

Kristleifur var einn stofnanda og starfaði sem yfirmaður hjá Íslenskri erfðagreiningu á árunum 1995 til 2014. Auk þess hefur hann starfað við Landspítalann frá 1998 til dagsins í dag. Jafnframt er hann stofnandi og stjórnarformaður Skræða ehf.

Kristleifur kláraði læknisfræðina við Háskóla Íslands, fór svo í sérnám í Lækningaháskóla Georgíuríkis í Bandaríkjunum í barnalækningum auk þess að hafa klárað nám í genasjúkdómum frá Baylor lækningaháskólanum í Houston í Texasríki.

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar segir í tilkynningu í dönsku kauphöllina Kristleif vera með mikla reynslu og sérþekkingu sem og hann segir Kim de Roy hafa verið öflugur í að knýja stefnu félagsins áfram.