Kristrún Frostadóttir alþingismaður tilkynnti rétt í þessu á fundi í Iðnó að hún ætli að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar.

Kristrún er 34 ára gömul, hagfræðingur og var kjörin á þing fyrir Samfylkinguna í september 2021. Kristrún

Starfsferill Kristrúnar:

 • Starf meðfram hagfræðinámi á skrifstofu seðlabankastjóra 2009–2010
 • Hagfræðingur í greiningardeild Arion banka 2011–2012
 • Blaðamaður á Viðskiptablaðinu 2013–2014
 • Hagfræðingur í vinnuhópi á vegum forsætisráðuneytis 2014
 • Sérfræðingur í greiningardeild fjárfestingarbankans Morgan Stanley í New York og Lundúnum 2015–2017
 • Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2017
 • Formaður verðlagsnefndar búvara í atvinnumálaráðuneyti 2017–2018
 • Aðjúnkt við hagfræðideild HÍ 2018–2020
 • Aðalhagfræðingur Kviku banka hf. 2018–2021

Logi Einarsson, fráfarandi formaður, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir formennsku áfram en margir spáðu því að hann myndi hætta í kjölfar kosninganna síðasta haust.

Formenn Samfylkingarinnar frá stofnun eru:

 • Margrét Frímannsdóttir 1999-2000 (kölluð talsmaður)
 • Össur Skarphéðinsson 2000-2005
 • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2005-2009
 • Jóhanna Sigurðardóttir 2009-2013
 • Árni Páll Árnason 2013-2016
 • Oddný Harðardóttir 2016
 • Logi Einarsson 2016-2022