Kristrún Elsa Harðardóttir hefur gengið til liðs við Land lögmenn.

Kristrún lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2010 og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi síðar sama ár.

Kristrún var einn af stofnendum og eigendum af lögmannsstofunni DIKA lögmenn. Fyrir það starfaði hún á árunum 2012-2014 hjá Útlendingastofnun og sem fulltrúi hjá Herdísi Hallmarsdóttir hrl. fyrir slitastjórn Landsbanka Íslands hf.

Kristrún hefur sérhæft sig í málefnum flóttamanna og innflytjenda, verjanda- og réttargæslustörfum, skiptastjórn, fjölskyldu- og erfðarétti, stjórnsýslurétti og fasteignakauparétti auk þess að sinna málflutningi. Þá hefur hún gegnt ýmsum félagsstörfum en hún er nú formaður Félags kvenna í lögmennsku.