Æðstu ráðamenn í Japan héldu neyðarfund til að bregðast við því að Donald Trump yrði kosinn forseti Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Japan hitti stjórn seðlabankans vegna hruns á fjármálamörkuðum þarlendis. Þetta kemur fram í frétt CNN Money .

Nikkei vísitalan hefur hrunið um 900 stig eða 5,4% frá opnun markaða í Asíu. Japanska jeinið styrktist hins vegar um 2% gagnvart dollaranum. Fréttir af sigri Trump gætu reynst slæmar fyrir japönsk fyrirtæki og efnahag landsins og þá sér í lagi þau áhrif sem styrking jensins gætu haft.

Styrking jensins hefur neikvæð áhrif á áform Japansstjórnar um að takast á við verðhjöðnun í landinu, sem hefur lengi plagað japanskt efnahagslíf.