Króatar hafa samþykkt aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu með um 66% atkvæða. Einfaldur meirhluti nægði til að samþykkja aðild þar sem engir fyrirvarar voru um lágmarks kjörsókn.

Andstæðingar aðildar halda því fram að úrslitin séu ekki gild vegna lítillar kjörsóknar þar sem Innan við 44% kjósenda greiddu atkvæði.Þjóðþing aðildarríkjanna 27 verða nú að staðfesta aðildarsamninginn áður en Krótía gengur í ESB á miðju næsta ári miðað við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.