Stjórnendur króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva telja að Actavis sé of skuldsett og ef fyrirtækin sameinast mun Pliva enda með að þjónusta skuldir íslenska samheitalyfafyrirtækisins.

Actavis hefur gert kauptilboð í Pliva að virði 1,6 milljarðar Bandaríkjadala, sem samsvarar um 116 milljörðum íslenskra króna. Pliva telur að kauptilboðið sé of lágt og að það sé ekki í hag hluthafa og starfsmanna Pliva að sameinast Actavis.

Actavis hefur tryggt fjármögnun yfirtökunnar og hafa JP Morgan og HSBC samþykkt að lána til að styðja við kaupin. Fyrirtækið hefur fjármagnað stærstu yfirtöku sínar með sambankalánum, en Actavis keypti tvö bandarísk samheitalyfjafyrirtæki í fyrra fyrir rúmlega 1,3 milljarða Bandaríkjadala. Pliva segir Actavis óhóflega skuldsett vegna fyrirtækjakaupanna