Öflugar lækkanir urðu á Bandaríkjamarkaði í dag öfugt við þær miklu hækkanir sem einkenndu gærdaginn.

Fallið á mörkuðum í dag er það mesta síðan árið 1987, eða í 21 ár.

Nýjar tölur um smásölu í septembermánuði höfðu mikil áhrif á markaði. Smásala hefur ekki fallið jafnmikið á einum mánuði í þrjú ár en samdráttur var meiri en hagspekingar höfðu spáð.

Hafa menn nú af því auknar áhyggjur að björgunaraðgerðir Bandaríkjastjórnar muni ekki duga til að hemja lausafjárkreppuna sem nú virðist nær óstöðvandi.

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna sagði í dag að hagkerfi Bandaríkjanna stafi mikil ógn af ríkjandi lausafjárkreppu og nauðsynlegt sé að grípa inn í með öllum tiltækum ráðum.

Bréf í orkufyrirtækjum féllu mikið og lækkuðu t.d. Exxon og Chevron um rúmlega 12%.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 8,47%, Dow Jones lækkaði um 7,9% og Standard & Pours lækkaði um 9,12%.

Olíuverð lækkaði í dag um 5,57% og kostaði tunnan af hráolíu 74,25%.