*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 25. október 2014 15:10

Kröftugt aðhald á stjórnvöld

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, að ýmislegt megi bæta í umhverfi iðnfyrirtækja í samvinnu við stjórnvöld.

Edda Hermannsdóttir
Birgir Ísl. Gunnarsson

Þau eru ólík fyrirtækin og félögin sem eiga aðild að Samtökum iðnaðarins en samtals eru þau um 1.300 talsins. Almar Guðmundsson, nýráðinn framkvæmdastjóri samtakanna, segir það hafa verið áhugavert og lærdómsríkt ferli að taka við svo stórum samtökum þar sem verkefnin séu fjölbreytt. Margt hafi tekist vel á undanförnum árum en brýnt sé að laga umhverfi íslenskra fyrirtækja sem sum hver hafa vanist tíðræddum gjaldeyrishöftum.

Spurður að því hvernig stjórnvöldum hafi almennt tekist að einfalda regluverk segir Almar að árangurinn sé misjafn. „Sum mál hafa gengið mjög vel núna undanfarið. Önnur ekki jafn vel. Til að mynda er komin skýr sátt um skattamál, að þar þurfi að fara í átt að einföldun. Við eigum hins vegar í aðeins meiri erfiðleikum hvað varðar til dæmis eftirlitsmál og innleiðingar tilskipana frá Evrópusambandinu. Þar myndast oft flækjustig og vantar að þýða stærri veruleika yfir í þann minni veruleika sem fyrirtæki á Íslandi búa við og stjórnsýslan líka. Allt horfir þetta í rétta átt en er þó í misgóðum farvegi í ólíkum atvinnugreinum. Við megum ekki sætta okkur við regluverk sem ekki virkar í raunveruleikanum,“ segir Almar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.