Alþjóðahagkerfið mun vaxa kröftuglega fimmta árið í röð að mati sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Spá sjóðsins gerir ráð fyrir 4,9% vexti alþjóðahagkerfisins á þessu ári en hann var 5,4% í fyrra.

Vöxtur verður meiri á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum í fyrsta skipti í sex ár en þó gera spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir samdrætti beggja vegna Atlantsála. Japan mun halda áfram að rísa úr hinni langvarandi efnahagslægð og indverska og kínverska hagkerfið mun halda áfram að draga vagninn þegar kemur að þróunarmörkuðum.