Hæstiréttur vísaði í gær frá kærumáli sakborninga í Aurum-málinu svokallaða. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Bjarni Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson.

Þeir fóru fram á að sérstakur saksóknari myndi veita verjendum þeirra aðstöðu til að kynna sér öll gögn sem aflað var og eftir atvikum  lagt hald á í tengslum við rannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þessari kröfu og var niðurstaðan kærð til Hæstaréttar.

Hæstiréttur kemst að því að ekki hafi verið heimild fyrir því að kæra úrskurðinn og því var málinu vísað frá.