Kröfu Samherja um að Seðlabankinn afhendi félaginu gögn um rannsókn sína á því hefur verið vísað frá af Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, þar sem nefndin telur hana utan gildissviðs upplýsingalaga. Þetta kemur fram í frétt á Vísi nú í morgun.

Útgerðarfélagið hafði farið fram á að fá afhent ýmis gögn um rannsókn bankans á sér, og í nóvember kærði félagið tafir bankans á meðferð beiðninnar.

Seðlabankinn vildi hinsvegar meina að um stjórnsýslumál væri að ræða, og því ættu upplýsingalög ekki við. Undir það tók úrskurðarnefndin.