Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone til Kauphallarinnar . Forsaga málsins er sú að Vodafone stefndi Tali til greiðslu 117 milljóna króna kröfu vegna fjarskiptaþjónustu á árunum 2011 og 2012, sem Vodafone segir Tal ekki hafa staðið skil á.

„Undir rekstri málsins fór Tal fram á frávísun þess. Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur frá því fyrr í dag er frávísunarkrafa Tals tekin til greina. Í ljósi þess að ekki er um efnislega niðurstöðu að ræða munu lögmenn Vodafone nú kynna sér þá formannmarka sem héraðsdómur telur vera á málatilbúnaðinum og meta hvort málinu verði skotið til Hæstaréttar.“

Ætla að fá efnislega niðurstöðu

Frávísunin felur það í sér ekki fæst efnisleg niðurstaða í málinu að svo stöddu. Í tilkynningu Vodafone segir að formgallar málsins verði lagaðir og stefnt að nýju þurfi það til „enda er afstaða Vodafone að fyrirliggjandi samningar milli félaganna feli í sér ótvíræða greiðsluskyldu af hálfu Tals."