Greiðsla til kröfuhafa Byrs sparisjóðs vegna þeirra eigna sem fluttar voru frá sjóðnum yfir til Byrs hf. rýrnaði um 9,5 milljarða króna á átta mánuðum. Upphaflega áttu þeir að fá 16,3 milljarða króna í formi nýs hlutafjár en fengu á endanum 6,8 milljarða króna. Virði þess hlutar sem ríkið á í Byr hf. er enn það sama og eignarhlutur þess í bankanum hefur því aukist hlutfallslega. Þetta kemur fram í ársreikningi Byrs vegna ársins 2010. Ekki verður upplýst um hvert kaupverð Íslandsbanka á öllu hlutafé í Byr hf. var sem stendur þar sem Samkeppniseftirlitið telur sig þurfa að rannsaka málið betur.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.