LBI, áður Landsbanki Íslands hf., hefur boðað til kröfuhafafundar þann 23. nóvember nk. Í fundarboði segir frumvarp að nauðasamningi verði kynnt auk þess að haldin verði atkvæðagreiðsla um frumvarpið.

Kaupþing boðar til kröfuhafafundar þann 13. nóvember en þar á m.a. að fjalla um uppfært stöðuleikaframlag auk breytingar á áður samþykktri skaðleysisyfirlýsingu.

Glitnir hefur boðað til fundar þann 20 nóvember en þar verður fjallað og kosið um uppfært stöðugleikaframlagi og lausn undan ábyrgð, þar með talið ábyrgð stjórnvalda. Á fundinum verður einnig kosið um frumvarp að nauðasamningi Glitnis.