Kröfuhafar Existu reikna með að fá 5 til 10 prósent upp í kröfur sínar á félagið, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Þeir áttu að taka yfir Existu í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti nauðasamning Bakkavarar fyrir viku síðan, en Exista var stærsti eigandi Bakkavarar. Í endurskipulagningaráætlun stjórnenda Existu frá upphafi árs 2009 var áætlað að endurheimtur yrðu allt að 89%.

Einu eignir Existu eru hlutir félagsins í dótturfélögum og óuppgerðir gjaldeyrisskiptasamningar. Allir kröfuhafar félagsins eiga óveðtryggðar kröfur. Því er alls óvíst hvort Exista mun hafa eignarhald yfir hluta dótturfélaga sinna þar sem þau eru skuldsett örðum kröfuhöfum en þeim sem eiga kröfur íá Existu. Á það sérstaklega við um Skipti, móðurfélag Símans, og Lýsingu.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .