Þegar kemur að því að greiða út almennar kröfur í þrota­bú Kaupþings er líklegt að farin verði sú leið að stofna eign­arhaldsfélag utan um eignirnar og að það félag gefi út skuldabréf til kröfuhafa í réttum hlutföllum við kröfur þeirra.

Fyrst verði reiðufé í þrotabúinu greitt út, en svo kemur til skuldabréfaútgáfunnar. Heimildarmaður Viðskiptablaðsins innan raða erlendra kröfuhafa staðfestir þetta, en segir að end­anleg útfærsla sé ekki komin enn. Hún verði að vera kröfuhöfum þóknanleg.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að bréfið yrði til fimm eða sex ára og tryggt með greiðslum af erlendum lánum í eigu þrota­ búsins. Þegar skuldabréfið verður endanlega greitt upp munu kröfuhafar eiga hlutabréf í eign­arhaldsfélaginu í réttu hlutfalli við fjárhæð krafna.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.