Eignarhaldsfélagið Farice ehf og dótturfélag þess Farice hf hafa að undanförnu unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna í samvinnu við stærstu kröfuhafa og hluthafa.

Aðilar að kyrrstöðusamningi Farice efh (móðurfélags) ehf hafa samþykkt framlengingu þess samnings til 1. október næstkomandi.

Hinsvegar hafa helstu kröfuhafar Farice hf (dótturfélags) ekki samþykkt framlengingu á kyrrstöðusamningi Farice hf. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar frá félaginu.

Kröfuhafar dótturfélagsins hafa lýst yfir að ekki standi til að gjaldfella lán félagsins og að teknar verði upp viðræður við íslenska ríkið um stöðu félaganna.