Kröfuhafar gamla Landsbankans (LBI) samþykktu á kröfuhafafundi í dag ákvarðanir slitastjórnar um greiðslu stöðugleikaframlags.

Á sama fundi voru ákvarðanir um ábyrgðarleysi og skaðleysi slitastjórnar, starfsmanna og ráðgjafa LBI vegna stöðugleikaframlags, nauðasamningsumleitana og ráðstafana sem tengdar eru gerð og efndum væntanlegs nauðasamnings staðfestar.

Fram kom í tilkynningu sem birt er á heimasíðu gamla Landsbankans hafi þegar innheimt um það bil 80% af áætluðum endurheimtum, miðað við stöðu í lok júní, eða um 1.335 milljarða króna. Áætlað er að eignir LBI dugi til að greiða allar forgangskröfur, en eignasafnið er talið vera um 264 milljarðar hærra en samþykktar forgangkröfur.