Kröfuhafar Glitnis samþykktu frumvarp að nauðasamningi slitabúsins í atkvæðagreiðslu á kröfuhafafundi í dag. Alls samþykktu 99,9% kröfuhafa frumvarpið. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Einnig var samþykkt skaðleysisákvæði stjórnvalda og slitastjórnar, en það gerir það að verkum að ekki er hægt að höfða skaðabótamál gegn þeim vegna ákvarðana sem teknar eru í tengslum við uppgjör Glitnis.

Slitastjórn Glitnis mun nú leita til hérðaðsdóms til staðfestingar á nauðasamningnum. Þegar staðfesting héraðsdóms liggur fyrir munu kröfuhafa fá greitt og félagið verður afhent nýjum hluthöfum.