Kröfuhafar Allrahanda GL, sem rekur ferðaþjónustu undir merkjum Gray Line hér á landi, samþykktu frumvarp að nauðasamningi á fundi þann 28. júlí síðastliðinn. Nauðasamningurinn felur í sér að lánadrottnar sem fara með samningskröfur er boðin greiðsla á 30% krafna sinna. Ekki er gert ráð fyrir greiðslu vaxta af samningskröfum.

Samningurinn hlaut samþykki 86,6% atkvæðismanna á fundinum og 89,2% kröfufjárhæða, samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Nauðasamningurinn verður tekinn fyrir af Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn, 19. ágúst.

Um er að ræða annað frumvarp Allrahanda að nauðasamningi en félagið, sem var rekið með tapi árin 2016-2020, fékk heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar í júní 2020. Samkvæmt fyrra frumvarpinu átti ekki að fara fram á eftirgjöf skulda heldur lengja í lánum félagsins, engir gjalddagar yrðu í þrjú ár og dráttarvöxtum breytt í samningsvexti.

Fyrri nauðasamningnum var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Landsréttur staðfesti dóminn í byrjun þessa árs og Hæstiréttur hafnaði að veita félaginu kæruleyfi í byrjun mars.

Um miðjan júní síðastliðinn var Allrahanda GL aftur veitt heimild til að leita nauðsamnings með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.

Seldu höfuðstöðvarnar og sækja nýtt fé

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði