Skiptum er lokið á þrotabúi Sólorku ehf., sem tekið var til gjaldþrotaskipta í apríl síðastliðnum. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu segir að almennar kröfur í búið hafi numið 154,7 milljónum króna og að ekki hafi fengist greiðsla upp í þessar kröfur því engar eignir hafi fundist í búinu.

Sólorka komst í fréttirnar árið 2006 þegar fyrirtækið keypti hús fyrrum veitingastaðarins Nauthóls í Nauthólsvík og lét flytja til Borgarness í því skyni að opna þar kaffihús.